Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 09. ágúst 2024 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir samkomulag milli KR og FH - „Þannig upphæð að menn þurfa að hugsa sig vel um"
Ástbjörn og Gyrðir.
Ástbjörn og Gyrðir.
Mynd: KR
Flóki er kominn í FH.
Flóki er kominn í FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og KR gerðu á dögunum leikmannaskipti þegar Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson héldu frá FH í KR og Kristján Flóki Finnbogason fór hina leiðina, frá KR í FH.

Óskar Hrafn Þorvaldsson. yfirmaður fótboltamála hjá KR, staðfestir í samtali við Fótbolta.net að samkomulag sé á milli félaganna varðandi leik liðanna næsta mánudag. 433.is hafði fjallað um að samkomulag væri milli félaganna og einnig var rætt um hvort leikmennirnir mættu spila í Innkastinu.

Samkomulagið er á þá leið að félögin þurfa að greiða ákveðna upphæð ef einhver af þessum þremur leikmönnum kemur við sögu í leiknum.

„Þetta virkar í báðar áttir. Við þurfum að borga FH ákveðna upphæð ef Gyrðir spilar, þurfum að borga ákveðna upphæð ef Ástbjörn spilar og FH þarf að greiða KR ákveðna upphæð ef Flóki spilar."

„Mér sýnist þetta vera vaninn frekar en undantekning þegar félög eiga viðskipti á miðju tímabili,"
segir Óskar.

Af þeim þremur þá er Gyrðir eini leikmaðurinn sem er leikfær því Ástbjörn og Flóki glíma við meiðlu.

Er þetta þannig upphæð að leikmaðurinn er ekki að fara spila leikinn?

„Þetta er í það minnsta þannig upphæð að menn þurfa að hugsa sig vel um áður en þeir setja leikmanninn inn á völlinn, það er alveg ljóst," segir Óskar.

Leikur liðanna fer fram á Meistaravöllum klukkan 18:15 á mánudag.
Innkastið - Brotið mark og óútreiknanlegt liðsval
Athugasemdir
banner
banner