Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 09. september 2020 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Andri Hjörvar: Afskaplega mikilvægt að við förum að vinna
Kvenaboltinn
„Já og nei, stig er stig og skipti kannski máli í lok móts þannig að við verðum að virða það. Þrjú stig hefði alltaf verið gott og á meðan að liðin í kringum okkur eru að vinna sína leiki er afskaplega mikilvægt að við förum að vinna líka. Það er erfitt að kyngja þessu en við verðum bara að fara í bátinn og róa í sömu átt.“
Sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þórs/KA aðspurður hvort hann væri sáttur með stig eftir jafntefli hans kvenna gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Þór/KA

Norðanstúlkur áttu í vök að verjast stóran hluta leiks og er ekki ósanngjarnt að segja að Þróttur hafi stýrt leiknum að stærstum hluta. Kom lið Þróttar Andra á óvart?

„Nei alls ekki. Við vissum alveg hvernig þær spila og hvað þær geta og þær gerðu það bara mjög vel hér í dag. Þær komust alltof oft upp kantanna og áttu fyrirgjafir og lágu á okkur undir lokin. En sem betur fer voru okkar stelpur duglegar að henda sér fyrir boltana fórna sér. Vinnuframlagið upp á 10 hvað það varðar.“

Botnbaráttan þéttist bara við úrslit kvöldsins og ljóst að spennan verður mikil fram á síðustu stundu eins og Andri komst að orði.

„Lið eru að vinna leiki og taka stig hvort af öðru þannig að þetta verður allt til loka alveg hrikaleg barátta.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner