Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 09. september 2020 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Andri Hjörvar: Afskaplega mikilvægt að við förum að vinna
Kvenaboltinn
„Já og nei, stig er stig og skipti kannski máli í lok móts þannig að við verðum að virða það. Þrjú stig hefði alltaf verið gott og á meðan að liðin í kringum okkur eru að vinna sína leiki er afskaplega mikilvægt að við förum að vinna líka. Það er erfitt að kyngja þessu en við verðum bara að fara í bátinn og róa í sömu átt.“
Sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þórs/KA aðspurður hvort hann væri sáttur með stig eftir jafntefli hans kvenna gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Þór/KA

Norðanstúlkur áttu í vök að verjast stóran hluta leiks og er ekki ósanngjarnt að segja að Þróttur hafi stýrt leiknum að stærstum hluta. Kom lið Þróttar Andra á óvart?

„Nei alls ekki. Við vissum alveg hvernig þær spila og hvað þær geta og þær gerðu það bara mjög vel hér í dag. Þær komust alltof oft upp kantanna og áttu fyrirgjafir og lágu á okkur undir lokin. En sem betur fer voru okkar stelpur duglegar að henda sér fyrir boltana fórna sér. Vinnuframlagið upp á 10 hvað það varðar.“

Botnbaráttan þéttist bara við úrslit kvöldsins og ljóst að spennan verður mikil fram á síðustu stundu eins og Andri komst að orði.

„Lið eru að vinna leiki og taka stig hvort af öðru þannig að þetta verður allt til loka alveg hrikaleg barátta.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner