Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 09. september 2020 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Andri Hjörvar: Afskaplega mikilvægt að við förum að vinna
„Já og nei, stig er stig og skipti kannski máli í lok móts þannig að við verðum að virða það. Þrjú stig hefði alltaf verið gott og á meðan að liðin í kringum okkur eru að vinna sína leiki er afskaplega mikilvægt að við förum að vinna líka. Það er erfitt að kyngja þessu en við verðum bara að fara í bátinn og róa í sömu átt.“
Sagði Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þórs/KA aðspurður hvort hann væri sáttur með stig eftir jafntefli hans kvenna gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Þór/KA

Norðanstúlkur áttu í vök að verjast stóran hluta leiks og er ekki ósanngjarnt að segja að Þróttur hafi stýrt leiknum að stærstum hluta. Kom lið Þróttar Andra á óvart?

„Nei alls ekki. Við vissum alveg hvernig þær spila og hvað þær geta og þær gerðu það bara mjög vel hér í dag. Þær komust alltof oft upp kantanna og áttu fyrirgjafir og lágu á okkur undir lokin. En sem betur fer voru okkar stelpur duglegar að henda sér fyrir boltana fórna sér. Vinnuframlagið upp á 10 hvað það varðar.“

Botnbaráttan þéttist bara við úrslit kvöldsins og ljóst að spennan verður mikil fram á síðustu stundu eins og Andri komst að orði.

„Lið eru að vinna leiki og taka stig hvort af öðru þannig að þetta verður allt til loka alveg hrikaleg barátta.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner