Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 09. september 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 16. umferð: Skemmtilegur áfangi að ná
Alexander Már Þorláksson (Fram)
Lengjudeildin
Alexander Már Þorláksson.
Alexander Már Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram fagnar marki sínu gegn Leikni.
Fram fagnar marki sínu gegn Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fram er á toppi Lengjudeildarinnar.
Fram er á toppi Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sex stiga leikur og mikilvægt fyrir okkur að ná í úrslit," segir Alexander Már Þorláksson, sem var hetja Fram í 1-0 sigri á Leikni í toppslag í Lengjudeildinni nýverið.

Alexander er leikmaður 16. umferðar Lengjudeildarinnar að mati Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Lið 16. umferðar: Flestir Framarar eftir sigur í toppslag

„Það var gaman að sjá bætinguna hjá okkur frá því við mættum þeim síðast. Við vorum vel skipulagðir og fengum fá færi á okkur þannig að ég myndi segja að varnarleikurinn í heild sinni hafi unnið þennan leik fyrir okkur."

„Fín frammistaða heilt yfir," segir Alexander um sína eigin frammistöðu. „Ég hefði átt að skora annað mark en þurfti þess ekki í þetta skipti sem betur fer."

Markið gegn Leikni var mark númer 100 hjá Alexander í deild og bikar í meistaraflokki á Íslandi. Hvernig er að ná þeim áfanga?

„Það er skemmtilegur áfangi að ná og vonandi halda mörkin áfram að koma," segir þessi öflugi sóknarmaður sem skoraði 28 mörk fyrir KF í 3. deild í fyrra. Hann er búinn að skora átta mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni í sumar. Hversu mikið stökk var það að fara upp um tvær deildir?

„Þetta er klárlega búið að vera stórt stökk, erfiðari mótherjar, hærra tempó og lið refsa meira fyrir mistök. Ég held líka ađ deildin sé sterkari núna en undanfarin ár, en ég vissi að ég væri að fara í topplið međ frábærum leikmönnum og það hefur auðveldað þetta stökk milli deilda."

Í leiknum í Breiðholtinu undir lok leiksins var umdeild atvik þegar boltinn fór í hendi leikmanns Fram innan teigs.

„Mig langar rosalega að taka Wengerinn á þetta og segja að ég hafi ekki séð þetta en boltinn fór augljóslega í höndina á Kyle og því hefði alveg verið hægt ađ dæma víti. Þađ hefði hins vegar verið rosalega svekkjandi þar sem að boltinn var á leiðinni til okkar manns og engin raunveruleg hætta í gangi. Ég skil Leiknismenn þó vel að hafa verið svekktir út af þessum dómi."

Fram er á miklu skriði og er á toppnum þessa stundina. Er liðið loksins á leið aftur upp eftir að hafa verið í Lengjudeildinni síðan árið 2015?

„Okkur hefur gengið mjög vel hingað til og markmiðið er skýrt en það er hellingur eftir af mótinu. Viđ höfum gæðin til þess að fara upp og ætlum að gera allt til þess að það verði niðurstaðan."

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 13. umferð: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)


Athugasemdir
banner
banner