Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. september 2020 23:30
Victor Pálsson
Líklegt að Saliba byrji fyrsta leik Arsenal
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn William Saliba mun líklega spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Arsenal á laugardag gegn Fulham.

Saliba var í láni hjá St. Etienne á síðustu leiktíð en hann hefur heillað Mikel Arteta, stjóra liðsins, á undirbúningstímabilinu.

David Luiz er að glíma við smávægileg meiðsli og er útlit fyrir að hann verði ekki klár í opnunarleik deildarinnar.

Samkvæmt enskum miðlum eru góðar líkur á að Saliba byrji leikinn um helgina sem hefst klukkan 11:30.

Arsenal stillti upp fimm manna vörn í Samfélagsskildinum gegn Liverpool en Luiz lék þar með Kieran Tierney og Rob Holding.

Saliba er aðeins 19 ára gamall en hann kostaði Arsenal 27 milljónir punda.

Athugasemdir
banner
banner