Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fim 09. september 2021 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hugsa ekki um að skilja Valsmenn eftir einhvers staðar
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum gegn KA á heimavelli.
Úr leiknum gegn KA á heimavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver glímir við kálfameiðsli.
Oliver glímir við kálfameiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardagskvöldið klukkan 20:00 mætir Valur á Kópavogsvöll og mætir þar toppliði Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni.

Fótbolti.net heyrði í Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, í dag og spurði hann út í leikinn.

„Við reynum að nálgast þetta eins og hvern annan leik. Næsti leikur er alltaf stærsti leikurinn og mikilvægasti leikurinn en við áttum okkur á því hver staðan er í deildinni og hversu stutt er eftir af þessu móti," sagði Óskar Hrafn.

Horfiði eitthvað í það að ef þið vinnið gegn Val þá eruði að senda Valsara úr baráttunni? „Nei, við höfum tekið þann pól í hæðina á þessu tímabili að velta okkur lítið upp úr því hvað aðrir eru að gera. Við nálgumst þennan leik ekki á þeim forsendum að við getum skilið Valsmenn eftir einhvers staðar."

„Við nálgumst hann á sama hátt og aðra leiki í sumar, við förum í leiki til að vinna þá, ætlum að taka frumkvæðið strax frá byrjun, ná góðum takti og vera kraftmiklir. Við áttum okkur hins vegar á því að Valur er með feykilega öflugt lið, Íslandsmeistarar, reynslumiklir, góðir fótboltamenn með frábæran þjálfara og hafa oft verið í þeirri stöðu að vera spila upp á eitthvað."

„Við mætum fullir sjálstrausts en jafnframt vel meðvitaðir og berum virðingu fyrir Valsmönnum sem verðugum andstæðingum."


Í hvað hefur einbeiting ykkar farið í þessum landsleikjaglugga?

„Það er hægt að skipta því í tvennt. Fyrri parturinn fór í að róa þetta aðeins niður eftir þétta keyrslu í tæpa tvo mánuði. Svo seinni vikan hefur farið í að ná mönnum upp á tærnar og passa að það sé hæfilegur skammtur af keppni og gleði. Það er lítið eftir af löngu tímabili og það er mikilvægt að halda gleðinni."

Valur vann fyrri leik liðanna í sumar, verður þetta svipaður leikur? „Ég átta mig ekki alveg á því. Ég held að hver leikur hafi sitt líf og vissulega eru þrír mánuðir síðan sá leikur var. Ég hugsa að þessi leikur muni ekkert þróast ósvipað og sá leikur, við munum vera meira með boltann. Þeir munu pressa okkur í mómentum til að geta náð boltanum og munu sækja hratt á okkur, reyna refsa okkur, eru með mikil gæði og eiga mjög auðvelt með að refsa liðum sem eru kærulaus á móti þeim. Við þurfum að passa að þegar við fáum stöðurnar, sem við munum fá, að við séum klárir í að taka þær."

Í hverju finnst þér þitt lið hafa bætt sig hvað mest frá þeim leik? „Frá þeim tíma höfum við náð ágætis takti, höfum spilað marga leiki og sjálfstraustið og þéttleikinn í liðinu hefur aukist. Við erum orðnir markvissari í því sem við erum að gera."

En hvað með Valsliðið? „Það er kannski erfitt fyrir mig að tjá mig eitthvað um Valsliðið. Ég held að staðan þeirra í deildinni segi að þeir eru búnir að vera góðir í sumar og þeir unnu okkur á Hlíðarenda. Við þurfum að sjá til þess að við fáum eitthvað fyrir spilamennskuna okkar."

Hvernig er staðan á leikmannahópnum ykkar? „Það eru langflestir, Oliver er að glíma við einhver kálfameiðsli og Elli er frá en aðrir eru klárir," sagði Óskar Hrafn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner