Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 09. september 2021 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Þórdís Hrönn úr leik - Öruggt hjá Arsenal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur í kýpverska liðinu Apollon Ladies FC eru dottnar úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir tap í Úkraínu.

Apollon heimsótti Zhytlobud-1 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli, 1-2. Þórdís Hrönn byrjaði seinni leikinn í dag en Kýpverjar áttu aldrei möguleika og lentu þremur mörkum undir.

Þórdísi var skipt útaf á 68. mínútu, í stöðunni 3-1, en samanlagt vann úkraínska liðið 5-2 og tryggði sér þar með sæti í fyrstu riðlakeppni í sögu Meistaradeilar kvenna.

Arsenal gerði slíkt hið sama á útivelli gegn Slavia Prag og skoraði hollenska stórstjarnan Vivianne Miedema, sem kíkir til Íslands með hollenska landsliðinu seinna í september, þrennu í síðari hálfleik.

Arsenal vann 4-0 úti í Tékklandi en fyrri leikurinn vannst 3-0 í London og samanlagt því 7-0.

Zhytlobud-1 3 - 1 Apollon Limassol (5-2 samanlagt)

Slavia Prag 0 - 4 Arsenal (0-7 samanlagt)
Athugasemdir
banner
banner
banner