fim 09. september 2021 09:52
Elvar Geir Magnússon
Pele á góðum batavegi
Pele og vinur hans, Kylan Mbappe.
Pele og vinur hans, Kylan Mbappe.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Pele segist vera á góðum batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr ristli hans.

Pele er 80 ára gamall og var fluttur á sjúkrahús eftir að æxli kom í ljós við skoðun.

„Ég mun mæta þessum andstæðingi með bros á vör," skrifaði Pele á samfélagsmiðla á mánudaginn.

Hann hefur nú upplýst fólk um að hann sé á góðum batavegi í færslu sem hann tileinkaði vini sínum og söngvara Roberto Carlos sem missti son sinn í baráttu við krabbamein í vikunni.

Pele er markahæsti Brasilíumaður sögunnar og einn af fjórum leikmönnum sem hafa skorað á fjórum heimsmeistaramótum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner