Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 09. september 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög svekkjandi úrslit og ekki það sem við vonuðumst eftir sérstaklega eftir að hafa komið til baka í lok fyrri," sagði Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir tap gegn Tyrklandi ytra í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Þeir eru með kraftmikla stuðningsmenn og við vissum af því. Það var engin afsökun, við vorum undirbúnir fyrir það. Það var smá krefjandi en það var ekkert að koma í veg fyrir að við spilum okkar fótbolta," sagði Orri Steinn en hann spilaði oft í Tyrklandi með FCK.

„Ég spilaði í fyrra á móti Galatasaray og það var örugglega svona 20 sinnum verra. Þessi tyrknesku lið sem maður hefur spilað gegn í gegnum tíðina eru mjög hávær. Þetta er partur af leiknum, þegar þú kemur hingað til Tyrklands þá er þetta alltaf svona," sagði Orri Steinn.

Orri Steinn byrjaði á bekknum í kvöld eftir að hafa verið í byrjunarliðinu og skorað gegn Svartfjallalandi í síðasta leik og var svekktur með það.

„Að sjálfsögðu, ég vil byrja alla leiki. Ég held að allir vita það, ég vil byrja alla leiki, ég er mjög metnaðarfullur um þá leið sem ég vil spila og auðvitað er það svekkjandi. Hann valdi Andra í dag og það er bara fínt fyrir liðið," sagði Orri Steinn.

Orri Steinn var svekktur að ná ekki að nýta meðbyrinn sem var með liðinu eftir að hann kom inn á sem varamaður en liðið hefur harma að hefna þegar Tyrkland mætir á Laugardalsvöll í október.

„Tveir heimaleikir, við verðum auðvitað að nýta það vel og sýna hvað Laugardalsvöllur er sterkur eins og við gerðum í síðasta leik," sagði Orri Steinn.


Athugasemdir
banner
banner