Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. október 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn sem U21 þarf að hafa góðar gætur á gegn Ítalíu
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Patrick Cutrone.
Patrick Cutrone.
Mynd: Getty Images
Það fer fram rosalega mikilvægur hjá U21 landsliði okkar í dag. Strákarnir mæta Ítalíu á Víkingsvelli í þýðingarmiklum leik í undankeppni EM.

Það komu upp kórónuveirusmit í leikmannahópi Ítalíu en leikurinn fer fram þrátt fyrir það.

Ísland er fyrir leikinn í þriðja sæti riðilsins með 12 stig, einu stigi minna en Ítalía sem er í öðru sæti. Toppliðið fer beint á EM og fimm lið með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum níu fara einnig á mótið. Sigur í dag myndi gera rosalega mikið fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á mótið.

Lið Ítalíu er mjög sterkt og verður þetta mjög erfiður leikur fyrir íslenska liðið.

Það vantar Alessandro Bastoni, varnarmann Inter, sem er með veiruna en Ítalir hafa úr stórum hópi leikmanna að velja. Hérna eru tveir leikmenn sem Ísland þarf að hafa sérstaklega góðar gætur á í dag.

Sandro Tonali
Frábær miðjumaður sem fór til AC Milan frá Brescia í sumar. Það eru miklar væntingar gerðar til hans í framtíðinni. Andrea Pirlo, núverandi þjálfari Juventus, sagði í febrúar á þessu ári að Tonali væri besti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Hann gæti nú þegar spilað fyrir eitt af bestu liðunum því hann er besti miðjumaðurinn í deildinni," sagði Pirlo um Tonali.

Tonali hefur talað um það sjálfur að hann sé blanda af Gennaro Gattuso og Pirlo.

Patrick Cutrone
Sóknarmaður sem skoraði tvennu þegar Ítalir unnu okkur 3-0 í nóvember síðastliðinum.

Það gekk ekki alveg upp hjá Wolves fyrir Cutrone en það er mikið spunnið í þennan leikmann. Skoraði fjögur mörk í 19 leikjum fyrir Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann er drjúgur og miðverðir Íslands þurfa að passa vel upp á hann.

Hægt er að sjá leikmannahóp Ítalíu í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner