Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 08. október 2020 10:42
Magnús Már Einarsson
U21 leikurinn fer fram þrátt fyrir smit hjá Ítölum
Íslenska U21 liðið.
Íslenska U21 liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að U21 landsleikur Íslands og Ítalíu muni fara fram á Víkingsvelli á morgun þrátt fyrir smit sem kom upp í herbúðum ítalska liðsins í vikunni.

Við skimun reyndust Alessandro Bastoni varnarmaður Inter og Marco Carnesecchi, markvörður Atalanta, vera með kórónuveiruna.

Ítalir hafa úr stórum hópi leikmanna að velja og aðrir leikmenn reyndust ekki smitaðir í prófi sem þeir fóru í.

Ítalska liðið er væntanlegt til Íslands í hádeginu í dag fyrir leikinn á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 15:30 á Víkingsvelli á morgun en hann er mikilvægur í baráttunni um sæti á EM. Toppliðið fer beint á EM en liðið í 2. sæti riðilsins fer í umspil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner