Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. nóvember 2020 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Sagt frágengið að Finnur Orri fari til Breiðabliks
Finnur Orri Margeirsson er líklega á leið aftur í Kópavoginn
Finnur Orri Margeirsson er líklega á leið aftur í Kópavoginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, leikmaður KR í Pepsi Max-deildinni, er á leið heim í Breiðablik.

Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að þetta væri í deiglunni og Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, segir á Twitter að þetta sé nú frágengið.

Finnur Orri er fæddur árið 1991 og uppalinn hjá Blikum en hann spilaði með meistaraflokk frá 2008 til 2014 áður en hann ákvað að ganga í raðir FH.

Hann var þó aðeins á mála hjá FH í nokkra mánuði áður en hann var seldur til Lilleström í Noregi. Finnur eyddi ári í Noregi áður en hann ákvað að snúa heim og spila með KR-ingum.

Finnur hefur spilað þar síðan en hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta ári.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur talað um að vilja halda leikmanninum en Finnur verður samningslaus í byrjun desember.
Athugasemdir
banner
banner