mið 09. nóvember 2022 10:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Nielsen yfirgefur FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen verður ekki áfram hjá FH. Frá þessu greindi Davíð Þór Viðarsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Uppfært 14:20: Upphaflega var sagt að FH ætlaði ekki að bjóða Gunnari nýjan samning og því yrði hann ekki áfram. Það er ekki rétt.

Markvörðurinn gekk í raðir FH árið 2016 eftir að hafa leikið með Stjörnunni tímabilið 2015. Gunnar varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári með FH og hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðan.

Tímabilið 2019 meiddist Gunnar í upphafi móts, var fjarri góðu gamni í um tvo mánuði og spilaði ekkert það sem eftir lifði móti.

Í ár missti Gunnar svo sæti sitt til Atla Gunnars Guðmundssonar í ágúst og Atli kláraði tímabilið. Alls lék Gunnar 121 deildarleik með FH, tólf bikarleiki og sautján Evrópuleiki.

Gunnar er 36 ára gamall færeyskur landsliðsmaður sem á sínum ferli hefur meðal ananrs verið á mála hjá Blackburn, Motherwell, Manchester City, Wrexham, Tranmere og Silkeborg.

FH er orðað við Sindra Kristinn Ólafsson sem er með lausan samning. Það ætti að skýrast eftir að Sindri snýr til baka úr landsliðsverkefni.
Davíð: Sameiginleg ákvörðun með Eiði að halda samstarfi ekki áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner