Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 09. nóvember 2024 10:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola hefur áhuga á því að taka við brasilíska landsliðinu
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Pep Guardiola ætlar að taka til hendinni í janúar til að reyna rétta af erfitt tímabil. Hann vill fá Ederson, 25, miðjumann Atalanta. (i)

Jose Mourinho á óklárað verk í úrvalsdeildinni og vill taka við Newcastle ef Eddie Howe yfirgefur St. James' Park. (Guardian)

Brasilíska fótboltasambandið hefur heyrt nokkrum sinnum í Guardiola á þessu ári og Spánverjinn er mjög hrifinn af þeirri hugmynd að taka við brasilíska landsliðinu. (Athletic)

Newcastle er tilbúið að henda fram 50 milljónum punda til að kaupa Bryan Mbeumo, 25, framherja Brentford. (Football Insider)

Bayern hefur spurst fyrir um Viktor Gyökeres, 26, framherja Sporting en hann gæti farið frá félaginu fyrir um 60 milljónir punda næsta sumar. (Sky í Þýskalandi)

Barcelona ætlar að vinna Liverpool í baráttunni um Karim Adeyemi, 22, sóknarmann Dortmund. Félagið er tilbúið að senda Ferran Torres, 24, til þýska liðsins. (Fichajes)

Bayern hefur boðið Alphonso Davies, 24, nýjan samning til að fæla önnur lið á borð við Barcelona í burtu. (Bild)

Jonathan Tah, 28, varnarmaður Leverkusen, fer í stærra félag þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Bayern á mjög góða möguleika á að næla í hann að sögn umboðsmanns Tah. (Sky í Þýskalandi)

Tottenham fylgist með Andrei Ratiu, 25, bakverði Rayo Vallecano þar sem Real Madrid hefur áhuga á Pedro Porro, 25. (Fichajes)

Daniel Cummings, 18, framherji Celtic er undir smásjá enskra félaga en samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)

Það er bjartsýnt andrúmsloft í hópi Man Utd með komu Rúben Amorim. (Manchester Evening News)

Arsenal er í viðræðum við Ethan Nwaneri, 17, um nýjan samning. (Teamtalk)

Mats Hummels, 35, er tilbúinn að yfirgefa Roma og snúa aftur til Þýskalands í janúar. (Corriere dello Sport)

Arsenal ætlar að bíða með það fram á sumar að kaupa framherja. (Independent)

RB Leipzig og Leverkusen hafa áhuga á miðjumanninum Paul Wanner, 18, en framtíð hans hjá Bayern er í lausu lofti. (Bild)

Yann Bisseck, 23, varnarmaður Inter mun skrifa undir nýjan samning en West Ham hefur mikinn áhuga á Þjóðverjanum. (Tuttosport)

Tomas Rosicky og Per Mertesacker, fyrrum leikmenn Arsenal, eru á lista hjá félaginu yfir mögulega arftaka Edu sem íþróttastjóri félagsins. (Footmercato)

Victor Osimen, 25, segist ekki vera á förum frá Galatasaray í janúar og mun vera áfram fram á sumar þegar lánssamningur hans frá Napoli rennur út. (Metro)

Hansi Flick hefur endurlífgað Barcelona með strangri nálgun á aga m.a. með því að henda mönnum úr liðinu fyrir að mæta of seint. (Marca)


Athugasemdir
banner
banner