Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   lau 09. nóvember 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kolarov ráðinn þjálfari U21 árs landsliðs Serbíu
Mynd: Getty Images

Aleksandar Kolarov hefur verið ráðinn þjálfari U21 árs landsliðs Serbíu.


Kolarov er 38 ára gamall en þetta er fyrsta þjálfarastarfið hans. Hann er þekktastur fyrir að hafa spilað með Manchester City frá 2010-2017 en hann lék einnig með Lazio, Roma og Inter en hann lagði skóna á hilluna árið 2022 eftir tvö tímabil með Inter.

Hann lék 11 U21 árs landsleiki og 94 leiki fyrir A-landslið Serbíu.

Kolarov fær tveggja ára samning en markmiðið er að koma liðinu á EM 2027 en liðinu mistókst að komast á EM 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner