Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 09. desember 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
England búið að negla undirbúningsleikina fyrir EM
England mun spila vináttulandsleik gegn Ítalíu á Wembley í mars sem hluti af undirbúningi sínum fyrir EM alls staðar 2020.

Ítalska liðið var hrikalega öflugt í undanriðli sínum fyrir keppnina og vann alla leikina. Roberto Mancini stýrir liðinu.

Leikurinn verður 27. mars og verður fyrsti af fjórum vináttuleikjum Gareth Southgate og lærisveina fyrir EM.

England mætir Danmörku á Wembley 31. mars, Austurríki í Vín 2. júní og Rúmeníu á heimavelli 7. júní.
Athugasemdir
banner