Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enrique þakkar fyrir sig - „Áfram Spánn, að eilífu"
Mynd: Getty Images

Luis Enrique fyrrum þjálfari spænska landsliðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann þakkar fyrir síðustu fjögur ár sem hann hefur þjálfað liðið.


„Það hefur verið einstakt að vera hluti af þessu og síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsfólkinu sem hefur linnulaust stuðst við liðið og sérstaklega á viðkvæmum tímum," skrifar Enrique.

„Það er kominn tími til að kveðja. Liðið þarf stuðning í allri merkingu orðsins svo Luis de la Fuente geti náð öllum þeim markmiðum sem hann vill. Áfram Spánn, að eilífu, takk fyrir."

Enrique var mjög umdeildur þegar hann valdi landsliðshópinn fyrir EM 2020 en þar var enginn leikmaður Real Madrid og margir sem sökuðu hann um að gera það viljandi.

Hann lék með og stýrði Barcelona á sínum tíma en hann lék einnig með Real Madrid áður en hann gekk til liðs við  Barcelona.

Hann fór með liðið alla leið í undanúrslit á EM en þar tapaði liðið gegn verðandi meisturum Ítalíu í vítaspyrnukeppni.

Luis de la Fuente hefur fengið stöðuhækkun frá U21 landsliðinu upp í A-landsliðið og er nýr landsliðsþjálfari Spánar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner