Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 09. desember 2022 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hildigunnur í FH (Staðfest)
Mynd: FH
FH hefur tilkynnt að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir er gengin í raðir félagsins frá Stjörnunni.

Hildigunnur er nítján ára sóknarleikmaður sem ákvað að rifta samningi sínum við Stjörnuna eftir síðasta tímabil. Hún hefur nú tekið ákvörðun um að semja við FH.

Hjá Stjörnunni spilaði hún 52 leiki í efstu deild og skoraði 14 mörk. Einnig hefur hún spilað 18 landsleiki fyrir yngri landsliðin og skorað í þeim 11 mörk. Á liðinni leiktíð var hún ekki í stóru hlutverki og ákvað því að halda annað.

Hún steig fyrst inn á sjónarsviðið árið 2019 þegar hún skoraði sjö mörk í ellefu leikjum með Stjörnunni. Fyrir tímabilið í ár æfði Hildingunnur með dönsku meisturunum í HB Köge. FH vann Lengjudeildina í sumar og verður því í Bestu deildinni að ári.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir FH að jafn hæfileikaríkur leikmaður og Hildigunnur ákveði að ganga til liðs við okkur FH-inga. Það endurspeglar það metnaðarfulla starf sem fram fer í Kaplakrika. Við hlökkum til að sjá hana halda áfram að þróa sinn feril með okkur og ekki er nokkur vafi á því að hún styrkir liðið fyrir þau átök sem framundan eru í Bestu Deildinni næsta sumar," segir í tilkynningu FH.

Komnar
Aldís Guðlaugsdóttir frá Val
Berglind Þrastardóttir frá Haukum
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir frá Stjörnunni
Sara Montoro frá Fjölni

Farnar
Kristin Schnurr
Athugasemdir
banner
banner
banner