
Það er spurning hvort Tite þjálfari Brasilíu muni stíga dansspor í dag þegar Króatía og Brasilía mætast í 8-liða úrslitum HM í Katar?
Klukkan 15:00 fer HM aftur af stað eftir tveggja daga frí er Brasilía og Króatía eigast við.
Klukkan 15:00 fer HM aftur af stað eftir tveggja daga frí er Brasilía og Króatía eigast við.
Brasilía hefur litið vel út á mótinu en Króatía er klárlega þeirra stærsta próf hingað til. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, spáir í leikinn ásamt Stefáni Marteini Ólafssyni, fréttamanni Fótbolta.net.
Tómas Þór Þórðarson:
Króatía 0 - 2 Brasilía
Króatar geta haldið flestum í skefjum en þeir geta illa stöðvað dansandi Brassana. Annar náðugur dagur fyrir Alisson sem horfir á Richarlison og Neymar yngri skora í nokkuð sannfærandi sigri.

Fótbolti.net spáir - Stefán Marteinn Ólafsson:
Króatía 1 - 3 Brasilía
Þreyttir Króatar eiga því miður ekki möguleika í verðandi heimsmeistara. Raphinha kemur Brössum yfir snemma og hleður í tryllt dansspor með Tite áður en Króatar jafna gegn gangi leiksins undir lok fyrri hálfleiks og reyna halda þessu spennandi fyrir síðari hálfleik.
Það fer snemma í skrúfuna þegar Króatar fá dæmt á sig mjúkt víti fljótlega sem verður skoðað vel og lengi í VAR. Neymar skorar úr vítinu áður en Thiago Silva gerir svo endanlega út um vonir Króata. Petkovic skorar fyrir Króata.
Athugasemdir