Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 09. desember 2023 11:34
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Crystal Palace og Liverpool: Alisson mættur aftur
Alisson klár í slaginn.
Alisson klár í slaginn.
Mynd: EPA

Fyrsti leikur helgarinnar fer fram á Selhurst Park í London en þar mætast Crystal Palace og Liverpool.


Gestirnir frá Liverpool eru í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-0 útisigur á Sheffield United í miðri viku. Heimamenn í Palace sitja í fjórtánda sætinu en liðið tapaði gegn Bournemouth í síðustu umferð. Palace hefur einungis náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum.

Roy Hodgson, stjóri Palace, gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Tyrick Mitchell er meiddur og inn kemur Nathaniel Clyne í bakvörðinn en hann er að mæta sínu fyrrum félagi. Þá er Michael Olise á bekknum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir alls fimm breytingar á sínu liði. Alisson Becker er mættur aftur í markið en hann hefur verið meiddur. Þá fara Ibrahima Konate, Joe Gomez, Alexis Mac Allister og Cody Gakpo úr byrjunarliðinu og inn koma þeir Darwin Nunez, Kostas Tsimikas, Ryan Gravenberch og Jarell Quansah.

Crystal Palace: Johnstone, Ward, Guehi, Andersen, Clyne, Richards, Lerma, Hughes, Schlupp, Ayew, Edouard.
(Varamenn: Matthews, Tomkins, Olise, Oliviera, Mateta, Ebiowei, Ahmada, Riedewald, Ozoh.)

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah, Van Dijk, Tsimikas, Szoboszlai, Endo, Gravenberch, Salah, Nunez, Diaz.
(Varamenn: Kelleher, Gomez, Konate, Jones, Gakpo, Elliott, Doak, McConnell, Bradley.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner