Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 09:25
Brynjar Ingi Erluson
Grínaðist með mistök Cucurella
Mynd: Getty Images
Spænski bakvörðurinn Marc Cucurella átti hræðilegar tíu mínútur í byrjun leiks í 4-3 sigri Chelsea á Tottenham, en þær voru svo slakar að hann skipt um skó.

Cucurella rann tvisvar til á fyrstu mínútum leiksins og í bæði skiptin nýtti Tottenham sér mistök hans og skoruðu tvö góð mörk.

Eftir seinna markið hljóp Cucurella upp að hliðarlínunni og bað um nýtt skópar.

Sem betur fer fyrir hann kom Chelsea til baka og vann leikinn, en Maresca leyfði sér aðeins að grínast með mistök Spánverjans.

„Arsenal, Man City og Liverpool munu líklega ekki renna til eins og Marc Cucurella gerði. Hann sagði við mig að hann hafi bara verið að reyna koma tilfinningum í leikinn,“ sagði Maresca í gríni.

Chelsea er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á eftir Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner