Spænski bakvörðurinn var eins og belja á svelli í 4-3 sigri Chelsea á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en tvenn mistök frá honum kostuðu liðið tvö mörk.
Cucurella valdi sér greinilega vitlaust skópar fyrir leikinn því á tæpum fimmtán mínútum tókst honum að renna til í tvígang og í bæði skiptin skoruðu Tottenham-menn.
Fyrsta mark Tottenham kom snemma leiks en Brennan Johnson nýtti sér þá mistök Cucurella, kom boltanum fyrir á Dominic Solanke sem skoraði á nærstönginni.
Nokkrum mínútum síðar rann Cucurella aftur til og í það skiptið skoraði Dejan Kulusevski. Spænski landsliðsmaðurinn fékk nóg eftir annað markið og fór strax í það að skipta um skó.
Chelsea kom til baka og vann leikinn, en Cucurella sá kómísku hliðina á þessum mistökum eftir leikinn.
Spánverjinn birti mynd af skóparinu sem hann notaði en þeir eru komnir í ruslið vegna framlagsins í kvöld.
„Ég biðst afsökunar bláir,“ skrifaði Cucurella við myndina.
????????? Cucurella on Instagram: “Sorry, Blues!”. pic.twitter.com/DJ4aApL0xv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2024
???????????? Cucurella changes his boots after his two slips led to two goals. ????pic.twitter.com/eYrMSPL18H
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) December 8, 2024
Athugasemdir