Klukkan 12 verður flautað til leiks Kína og Íslands í Kínabikarnum, æfingamóti. Leikið er í borginni Nanning í suðurhluta Kína.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Heimir Hallgrímsson fer yfir byrjunarliðið í sjónvarpinu hér að ofan en enginn af nýliðunum byrjar.
„Við höfum aðeins æft tvisvar í Kína fyrir þennan leik og leitum í reynslu. Þetta er hópur sem hefur ekki spilað saman. Við leitum til þeirra leikmanna sem hafa verið með okkur áður, hafa verið á fundum og taktískum æfingum og vita út á hvað leikkerfi okkar gengur," segir Heimir.
„Við erum með sex skiptingar og munum eins og alltaf í svona leikjum nýta okkur flestar af þeim að minnsta kosti."
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir