Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 14:56
Elvar Geir Magnússon
Afríkukeppnin: Mane með flautumark af vítapunktinum
Sadio Mane skoraði sigurmarkið.
Sadio Mane skoraði sigurmarkið.
Mynd: EPA
Senegal 1 - 0 Simbabve
1-0 Sadio Mane, víti ('90 +7)

Senegal vann nauman sigur gegn Simbabve í fyrsta leik B-riðils Afríkukeppninnar. Simbabve var nálægt því að halda marki sínu hreinu gegn Sadio Mane, leikmanni Liverpool, og félögum.

Senegalska liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn, þrátt fyrir að lykilmenn hafi vantað. Það var skjálfti í Simbabve til að byrja með í leiknum og virtist Senegal eiga þægilegan dag í vændum,

En Simbabve óx ásmegin og komst betur inn í leikinn. Allt stefndi í markalaust jafntefli þar til djúpt í uppbótartímanum þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu.

Hendi var dæmd á Kelvin Madzongwe innan teigs. Senegal, sem er með það markmið að verða Afríkumeistari í fyrsta sinn, tryggði sér sigurinn úr vítinu. Mane fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Simbabve tók miðjuna og flautað var til leiksloka.

Kundai Benyu, leikmaður Vestra á Ísafirði, var í byrjunarliði Simbabve í leiknum og átti góðan leik þar til hann yfirgaf völlinn á börum þegar tuttugu mínútur voru eftir. Vonandi ekki alvarleg meiðsli.

Klukkan 16 leika Gínea og Malí í hinum leik B-riðils. Þá fer C-riðill af stað með leik Marokkó og Gana klukkan 16 og svo leika Kómoreyjar og Gabon klukkan 19.
Athugasemdir
banner
banner