banner
   mán 10. janúar 2022 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Mjög naumur sigur hjá Man Utd
Scott McTominay skoraði sigurmarkið.
Scott McTominay skoraði sigurmarkið.
Mynd: EPA
Manchester Utd 1 - 0 Aston Villa
1-0 Scott McTominay ('8 )

Manchester United hafði heppnina með sér þegar liðið lagði Aston Villa að velli í ensku bikarkeppninni í kvöld.

United byrjaði ágætlega og tók forystuna snemma leiks þegar Scott McTominay skallaði flotta fyrirgjöf frá félaga sínum, Fred, í netið.

Eftir að heimamenn komust yfir, þá fóru lærisveinar Steven Gerrard að ógna. David de Gea þurfti nokkrum sinnum að verja og átti Ollie Watkins slá sem fór í slána eftir slæm mistök hjá miðverðinum Victor Lindelöf.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Man Utd. Villa kom boltanum í netið snemma í seinni hálfleik, en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir VAR-skoðun. Villa skoraði svo aftur tíu mínútum eftir það og aftur var dæmt rangstaða.

Villa-menn reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn og undir lokin gerðu þeir sterkt tilkall til að fá vítaspyrnu þegar Ezri Konza lá blóðugur í teignum eftir að Luke Shaw sló til hans. Michael Oliver sá hins vegar ekki ástæðu til að benda á vítapunktinn.

United náði að halda út og landa 1-0 sigri. En frammistaðan var ekki góð. Það hefur í raun verið sagan eftir að Rangnick tók við, úrslitin ágæt en frammistaðan slök. Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, getur verið nokkuð sáttur með frammistöðuna þó hann sé eflaust ekki sáttur með að falla úr leik.

United mætir Middlesbrough á heimavelli í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner