banner
   mán 10. janúar 2022 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard: Hef farið á velli þar sem er meiri hávaði
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
„Ég er svekktur. Ég sá möguleika að fara langt í þessari keppni þegar ég tók við hérna," sagði Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, eftir naumt tap gegn Manchester United í FA-bikarnum á þessu mánudagskvöldi.

Aston Villa spilaði að mörgu leyti vel í leiknum og var liðið óheppið að ná ekki að skora allavega.

„Strákarnir gáfu mikið í leikinn en við verðum að læra af þessu. Við vorum með yfirburði stóra hluta leiksins en við vorum ekki nægilega miskunnarlausir. Við verðum að læra af þessu og það fljótt. Við verðum að vera miskunnarlausir og við verðum að vera þéttari þegar við verjumst fyrirgjöfum."

„Ég er ekki svekktur með frammistöðuna. Ég er bara svekktur með að við nýttum ekki færin og við gáfum þeim mark sem hægt var að koma auðveldlega í veg fyrir."

Það var baulað á Gerrard þegar hann gekk inn á Old Trafford enda er hann ein mesta goðsögn í sögu Liverpool, erkifjenda United. Það truflaði hann ekki neitt.

„Ég hef farið á velli þar sem er meiri hávaði. Þetta var góður bikarleikur, gott andrúmsloft en baulið truflaði mig ekki neitt," sagði Gerrard.

Þess má geta að Man Utd og Aston Villa mætast aftur í deildinni um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner