Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 10. janúar 2024 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sædís: Stíga í allar tröppurnar án þess að hoppa yfir fimm
Kvenaboltinn
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sædís fagnar marki með Stjörnunni í sumar.
Sædís fagnar marki með Stjörnunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búin að vinna sér inn sæti í landsliðinu.
Búin að vinna sér inn sæti í landsliðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er búið að vera áhugi í einhvern tíma en ég hef verið að leita að rétta tímapunktinum fyrir mig að taka næsta skref. Ég taldi þann tímapunkt vera núna," sagði landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Ég ákvað semja við Vålerenga og taka slaginn með þeim. Þetta er stórt félag og með háleit markmið. Það heillar að berjast á toppnum. Þær eru ríkjandi meistarar og það heillaði hvað mest."

„Ég er að fara að spila sem vinstri vængbakvörður. Ég held að það verði mitt hlutverk. Ég þarf að koma mér inn í nýtt hlutverk og ætla að reyna að komast inn í það sem fyrst."

Sædís skrifaði undir samning til 2026 við norska meistaraliðið. Hún kemur þangað eftir að hafa slegið í gegn með Stjörnunni.

Sædís Rún er 19 ára gömul en hún sprakk algjörlega út í Bestu deildinni í sumar. Hún átti frábært tímabil með Stjörnunni og vann sér inn sæti í A-landsliðinu í kjölfarið. Hún hefur byrjað síðustu landsleiki og náð að festa sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar.

Sædís er uppalin hjá Snæfellsnesi og Víkingi Ólafsvík en hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilð 2020.

Rétta skrefið á þessum tímapunkti
Það hefur verið mikill áhugi á henni erlendis og fór hún á reynslu til Englandsmeistara Chelsea. Núna hefur hún skrifað undir samning við Vålerenga, sem er eitt besta liðið í Noregi.

„Já, það var eitthvað en á endanum þurfti ég að hugsa hvað væri rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég komst að þessari niðurstöðu," segir Sædís.

Hún segir að það hafi verið mögnuð upplifun að kynnast hlutunum hjá Chelsea, sem eru ríkjandi Englandsmeistarar.

„Ég fór þarna í rúmar tvær vikur og fékk að skoða hlutina þar. Það var sturluð upplifun. Það eru sturlaðir leikmenn þarna. Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa því hversu góðar þær eru. En það hefði ekki verið sniðugasta skrefið fyrir mig núna; svona skrefið fyrir ofan skrefið sem ég er að taka."

„Það hefði kannski verið svolítið stórt skref. Þegar maður hugsar hvað væri skynsamlegast núna, þá er það að stíga í allar tröppurnar án þess að hoppa yfir fimm."

Hefði viljað hafa Ingibjörgu með sér
Ingibjörg Sigurðardóttir, liðsfélagi Sædísar í landsliðinu, hefur undanfarin ár spilað með Vålerenga og var fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð. En hún verður ekki áfram. Það er auðvitað svekkjandi fyrir Sædísi.

„Ég held að það hafi verið mikilvægt fyrir mig að prófa hjá þeim og sjá hvað ég væri að fara út í Það hjálpaði mér að taka ákvörðun," segir Sædís en hún fór fyrst á reynslu áður en hún samdi við Vålerenga.

„Ég hefði viljað hafa Ingibjörgu hjá mér. Það hefði verið óskaplega fínt en engu að síður er þetta svona. Fótboltinn er svona, hlutirnir eru fljótir að breytast."

Langar að vinna titla
Sædís var lykilmaður í Stjörnunni áður en hún fór erlendis. Núna er rétti tímapunkturinn að fara út.

„Mig langaði að eiga tvö góð tímabil á Íslandi og skoða svo mína möguleika eftir það. Ég tel mig hafa átt tvö góð tímabil. Það var aldrei útilokað að taka eitt tímabil áfram á Íslandi en ég ætlaði að skoða þennan möguleika," segir Sædís.

„Mér finnst ég hafa þroskast ótrúlega mikið sem leikmaður Stjörnunnar og ég er ótrúlega þakklát fyrir tímann í Stjörnunni. Síðasta tímabil á Íslandi held ég að hafi verið mjög mikilvægt fyrir mig."

„Mig langar að vinna titla með Vålerenga og að vinna tvöfalt væri draumurinn. Ég held að félagið geri ekki kröfu á neitt annað en að vinna titla."

Er svo draumurinn að fara einn daginn til Chelsea?

„Já, auðvitað. Það væri gaman. Ég ætla að byrja á að taka þetta skref og vonandi leiðir það að einhverju öðru góðu," sagði þessi öflugi leikmaður að lokum en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner