Unglingalandsliðsmaðurinn Galdur Guðmundsson hefur verið seldur frá FC Kaupmannahöfn til Horsens.
FCK staðfestir þetta með fréttatilkynningu í dag en Fótbolti.net sagði fyrst frá skiptunum síðasta þriðjudag. Galdur skrifar undir þriggja ára samning við þá gulu.
FCK staðfestir þetta með fréttatilkynningu í dag en Fótbolti.net sagði fyrst frá skiptunum síðasta þriðjudag. Galdur skrifar undir þriggja ára samning við þá gulu.
Galdur er fæddur árið 2006 en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði FCK í mars á síðasta ári þegar hann kom inn á í æfingaleik gegn B93. Hann var orðaður við heimkomu fyrir áramót en Víkingur og KR voru nefnd til sögunnar.
Hann á að baki 14 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af átta fyrir U19. Hann er uppalinn hjá ÍBV og Breiðablik; skipti yfir í Breiðablik sumarið 2019 og þremur árum seinna var hann farinn út.
Horsens leikur í dönsku B-deildinni.
Athugasemdir