Íslenski fótboltinn er í aðalhlutverki eins og oftast í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.
Elvar Geir og Tómas Þór skoða landsliðsþjálfaramálin, félagaskipti og fréttir vikunnar og fá síðan góða gesti frá Toppfótbolta.
Elvar Geir og Tómas Þór skoða landsliðsþjálfaramálin, félagaskipti og fréttir vikunnar og fá síðan góða gesti frá Toppfótbolta.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, og Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF, koma í heimsókn.
Rætt verður um þróun Bestu deildarinnar, peningana í kringum hana, fyrirkomulagið og hvar svigrúm sé til bætinga.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir