Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. febrúar 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Karl Friðleifur geti farið erlendis sem bakvörður
Karl Friðleifur í leik með Gróttu síðasta sumar.
Karl Friðleifur í leik með Gróttu síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er hugsanlegt að Karl Friðleifur Gunnarsson muni spila hægri bakvörð fyrir Víking Reykjavík í sumar eftir að Davíð Örn Atlason var keyptur til Breiðabliks.

Víkingar fengu Karl Friðleif á láni frá Breiðablik. Karl er nítján ára gamall og var á síðustu leiktíð að láni hjá Gróttu.

Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu og mikla markaskorun með Gróttu sem féll úr Pepsi Max-deildinni. Karl getur bæði leikið sem bakvörður og kantmaður og skoraði hann sex mörk í sextán leikjum með Gróttu.

Guðmundur Steinarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Gróttu, telur að Karl geti orðið öflugur bakvörður og það sé hans leið út í atvinnumennsku.

„Ég held að Karl Friðleifur geti orðið frábær bakvörður," sagði Guðmundur í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Hann hefur allt til þess að gera það. Hann er hávaxinn, sterkur í loftinu, með mikla hlaupagetu og mikinn hraða. Ég held að ef honum er gefinn sá tími sem hann þarf, eins og eitt undirbúningstímabil, í hægri bakverði þá held ég að hann komist út sem bakvörður. Ég held að hann fari ekki endilega erlendis sem kantmaður, en ég held að hann geti farið út sem bakvörður."

„Hann var með okkur Gústa nánast síðustu þrjú árin og þar var rætt við hann. Hann er ekki á móti þessu, hann sér þetta sjálfur að einhverju leyti."

Tómas Þór Þórðarson telur að hann eigi að spila bakvörð í Víkinni. „Ég hélt að hann ætti að vera kantmaður þar til Kwame (Quee) kom líka. Núna held ég að það sé meiri pæling að hann taki stöðuna hans Davíðs. Ég er sammála þér, hann gæti nánast orðið svindl bakvörður ef það smellur allt hjá honum," sagði Tómas.

„Það vantar upp á varnarvinnuna og það er akkúrat það sem er hægt að vinna með yfir varnartímann," sagði Guðmundur sem telur að með tímanum verði hann öflugur í þessari stöðu.

Sjá einnig:
Karl aftur lánaður frá Blikum - „Bauðst tækifæri annars staðar í staðinn"
Ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max - Þrjú efstu ógnarsterk
Athugasemdir
banner
banner
banner