Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Karl aftur lánaður frá Blikum - „Bauðst tækifæri annars staðar í staðinn"
Marki fagnað gegn KR í fyrra.
Marki fagnað gegn KR í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hugmyndafræði Arnars heillar.
Hugmyndafræði Arnars heillar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég vissi alveg að ég gæti skorað mörk og það sýndi sig þegar ég fékk tækifærið
Ég vissi alveg að ég gæti skorað mörk og það sýndi sig þegar ég fékk tækifærið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég get ekki neitað því en mér bauðst tækifæri annars staðar í staðinn, í Víkinni, sem ég er mjög ánægður með."

Karl Friðleifur Gunnarsson gekk í raðir Reykjavíkur Víkings á fimmtudag að láni frá Breiðabliki út komandi tímabil. Karl er nítján ára gamall og var á síðustu leiktíð að láni hjá Gróttu.

Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu og mikla markaskorun. Karl getur bæði leikið sem bakvörður og kantmaður og skoraði hann sex mörk í sextán leikjum með Gróttu sem endaði í næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Fótbolti.net hafði samband við Karl um helgina og spurði hann út í Gróttu, Breiðablik og Víking. „Það er frábært að vera kominn í Víking. Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímabili í Víkinni," sagði Karl í gær.

Var þetta auðveld sala hjá Arnari Gunnlaugssyni þegar hann sannfærði þig um að koma?

„Já, Arnar er mjög sannfærandi. Hann veit mikið um fótbolta og veit alveg hvað hann er að gera. Hugmyndafræðin hans var það sem heillaði mig mest."

Þú hefur bæði leyst kantinn og bakvörðinn, mun það halda áfram á komandi leiktíð? Skoraðir sex í fyrra, er markmiðið að skora sjö í ár?

„Já, ég býst við því að ég muni koma til með að leysa báðar stöður. Markmiðið er klárlega að gera betur en ég gerði á síðasta tímabili."

Förum þá aðeins í síðasta tímabil. Ertu sáttur með þína frammistöðu og mínútufjöldann sem þú fékkst?

„Já, ég er virkilega ánægður með leiktímann sem ég fékk og er nokkuð sáttur með frammistöðuna mína á síðasta tímabili, en hún hefði getað verið enn betri."

Sex mörk frá þér, það kom mörgum á óvart, kom það þér á óvart? Hver er lykillin að þessum markafjölda?

„Nei, mörkin komu mér svosem ekkert á óvart, ég vissi alveg að ég gæti skorað mörk og það sýndi sig þegar ég fékk tækifærið."

„Það er enginn einn ákveðinn lykill að markafjöldanum. Þetta snýst aðallega um að staðsetja sig á réttum stað á réttum tíma og vera tilbúinn þegar færið kemur."


„Markmiðin mín persónulega eru að vinna mér inn eins mikinn leiktíma og hægt er, gera mitt allra besta fyrir liðið og hjálpa Gróttu að gera góða hluti í sumar." Þetta sagðiru við mig fyrir tæpu ári síðan. Finnst þér þú hafa náð að haka í öll þessi box?

„Já, nokkurn veginn. Mér fannst ég ná að vinna mér inn góðan leiktíma og ég náði að gera marga góða hluti með Gróttu. Ég hefði samt viljað sjá liðið halda sér í Pepsi Max-deildinni. Það var auðvitað markmiðið og leiðinlegt að það hafi ekki tekist."

Hvað finnst þér hafa vantað í leik Gróttu, þegar þú lítur til baka, svo liðið hefði getað haldið sér uppi?

„Það vantaði reynsluna. Margir leikmenn voru að spila sína fyrstu leiktíð í efstu deild og við vorum að gera mikið af einstaklingsmistökum. Þetta var þar af leiðandi mjög reynslumikið og þroskandi tímabil fyrir okkur alla í Gróttu. Lærdómur sem við getum tekið með okkur í næstu verkefni."

Jöfnunarmark HK, var það ákveðið rothögg?

„Það var ákveðið rothögg að vinna ekki þann leik en það sló okkur ekki út af laginu restina af tímabilinu þótt við hefðum mátt gera betur."

Hvað lærðiru mest af þessu tímabili?

„Ég lærði að treysta meira á sjálfan mig og taka af skarið."

Endum þetta stutt á Breiðabliki, ertu vonsvikinn að fá ekki tækifærið með Blikum á komandi leiktíð?

„Ég get ekki neitað því en mér bauðst tækifæri annars staðar í staðinn, í Víkinni, sem ég er mjög ánægður með."

Ertu svekktur að Blikar hafi leitað til Davíðs til að leysa bakvörðinn?

„Svekktur og ekki svekktur. Ég óska honum góðs gengis á tímabilinu framundan," sagði Karl að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner