Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 10. febrúar 2023 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Andri segir að laun skipti ekki miklu máli í ákvörðun sinni
Andri Rúnar Bjarnason í leik með ÍBV síðasta sumar.
Andri Rúnar Bjarnason í leik með ÍBV síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefnir á topplið í Bestu deildinni.
Stefnir á topplið í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason er líklega stærsti bitinn sem eftir er á íslenska markaðnum þessa stundina. Hann yfirgaf ÍBV eftir síðustu leiktíð en er ekki enn búinn að semja við nýtt félag.

Andri segir að hann sé meiðslalaus þó hann hafi heyrt umræðu um eitthvað annað.

„Ég er meiðslalaus og hef verið það í svolítinn tíma. Það er alltaf sama umræða um meiðsli hjá mér sem er pínu pirrandi því það er ekki alveg rétt. Ég er búinn að vera að æfa hjá Guðjóni í Toppþjálfun í tvo mánuði, að einbeita mér að krafti og styrk. Ég er í fínum málum," segir Andri í samtali við Fótbolta.net en hvaða umræða er þetta?

„Ég nenni ekki að fara að nafngreina en maður heyrir alltaf eitthvað 'hann er búinn að vera að díla við meiðsli' og það er ekki alveg rétt. Það var smá síðasta sumar, en þá var ÍBV með lítinn hóp og ég þurfi að æfa og spila meiddur sem hjálpaði ekki neitt. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það mjög auðveldlega."

Stefnir á að komast í toppbaráttulið
Andri hefur ekki verið að ræða við nein félög upp á síðkastið en er núna að fara á fullu í það.

„Ég er ekki búinn að vera að pæla í því þannig séð. Markmiðið var að taka tvo mánuði sirka í að fókusa á sjálfan mig, fá meiri sprengju og verða sterkari - að einbeita mér að líkamlega hlutanum. Fótboltalegi þátturinn kemur helvíti fljótt þegar maður byrjar. Núna er ég að fara í það ferli að finna mér eitthvað félag," segir Andri en hann stefnir á það að fara í toppbaráttulið í Bestu deildinni.

„Það er ekki inn í myndinni að fara í Lengjudeildina. Ég er heldur ekki með himinháar launakröfur eins og hefur verið talað um líka. Ég er að fara að hugsa um fótboltalega hluti, það er markmiðið. Ég er að einbeita mér á það að fara í toppbaráttu, að vinna eitthvað. Ég hef aldrei unnið neitt á Íslandi og það er númer eitt, tvö og þrjú sem mér langar."

„Laun og peningar munu ekki skipta neinu máli í þessari ákvörðun sem ég er að fara að taka."

Andri hefur verið orðaður við Vesta og Grindavík, en hann viðurkennir að Vestri - uppeldisfélag sitt - sé fyrsti kostur ef það gengur ekki upp að fara í toppbaráttulið í Bestu deildinni.

„Ég tala mjög oft við Samma (hjá Vestra) og við erum mjög góðir vinir. Hann veit nákvæmlega hvað mér langar að gera. Ég er að hugsa um að vinna eitthvað á Íslandi. Ég sagði við hann að ef það myndi ekki ganga upp - ef ég er ekki að fara í toppbaráttulið - að þá verður Vestri fyrsta valið mitt. Ég er ekki að fara í einhverja fallbaráttu í efstu deild eða þannig. Þá fer ég frekar í Vestra, og það sagði ég við hann," segir Andri og bætir við:

„Mitt markmið er að fara í lið sem er að fara að berjast um titla. Það er það sem ég er að hugsa um núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner