Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   lau 10. febrúar 2024 16:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Nottingham Forest og Newcastle: Gordon klár í slaginn
Gordon.
Gordon.
Mynd: EPA

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 17:30 en þá mætast Nottingham Forest og Newcastle United.


Forest er í fallbaráttu en liðið er í sextánda sæti deildarinnar á meðan Newcastle er í því níunda. Gestirnir þurfa því að sigri að halda til að koma sér aftur í Evrópubaráttuna.

Hjá Forest fer markvörðurinn Matt Turner aftur á bekkinn en hann fékk sénsinn í bikarnum á dögunum. Matz Sels fær því traustið hjá Nuno Espírito Santo.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, gerir eina breytingu á sínu liði eftir jafnteflisleikinn gegn Luton. Callum Wilson snýr til baka eftir meiðsli og kemur inn fyrir Jacob Murphy.

Þá er Anthony Gordon klár í slaginn fyrir Newcastle en fór meiddur af velli í síðasta leik.

Nottingham Forest: Sels, Williams, Niakhate, Murillo, Tavares, Yates, Dominguez, Elanga, Gibbs-White, Hudson-Odoi, Awoniyi.
(Varamenn: Turner, Kouyate, Toffolo, Felipe, Reyna, Origi, Danilo, Omobamidele, Ribeiro.

Newcastle United: Dubravka, Trippier, Schar, Botman, Burn, Longstaff, Guimaraes, Miley, Almiron, Wilson, Gordon.
Varamenn: Dummett, Lascelles, Ritchie, Barnes, Krafth, Karius, Hall, Livramento, Murphy.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner