Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dýrmætur sigur í Berlín - Titilslagurinn í gangi
Mynd: EPA
Josip Stanisic er búinn að skora gegn sínum fyrrum liðsfélögum. Bayer Leverkusen 1 - 0 FC Bayern München.
Josip Stanisic er búinn að skora gegn sínum fyrrum liðsfélögum. Bayer Leverkusen 1 - 0 FC Bayern München.
Mynd: EPA
Fimm fyrstu leikjum dagsins er lokið í þýska boltanum þar sem Union Berlin fjarlægðist fallbaráttuna með sigri gegn Wolfsburg.

Danilho Doekhi skoraði eina mark leiksins og er Union með 21 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum eftir Wolfsburg. Sigurinn var þokkalega ósanngjarn þar sem gestirnir voru sterkari aðilinn en tókst ekki að skora.

Eintracht Frankfurt situr þá í sjötta sæti eftir jafntefli við fallbaráttulið Bochum, fimm stigum eftir RB Leipzig sem gerði jafntefli við Augsburg. Þar fékk Lois Openda kjörið tækifæri til að tryggja Leipzig sigurinn en hann misnotaði vítaspyrnu á lokakaflanum.

Heidenheim vann þá í Bremen á meðan Darmstadt náði jafntefli í Gladbach.

Risaslagur Bayer Leverkusen og FC Bayern er í gangi þessa stundina í beinni útsendingu á ViaPlay og Vodafone Sport.

Union Berlin 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Danilho Doekhi ('45 )

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Bochum
1-0 Omar Marmoush ('14 )
1-1 Moritz Broschinski ('17 )

Borussia M'Gladbach 0 - 0 Darmstadt

Werder Bremen 1 - 2 Heidenheim
0-1 Lennard Maloney ('12 )
0-2 Jan-Niklas Beste ('18 )
1-2 Romano Schmid ('19 )

Augsburg 2 - 2 RB Leipzig
1-0 Phillip Tietz ('35 )
1-1 Lois Openda ('39 )
1-2 Benjamin Sesko ('52 )
2-2 Ermedin Demirovic ('60 )
2-2 Lois Openda ('81 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Augsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Leverkusen 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bayern 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Bochum 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Dortmund 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Gladbach 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Eintracht Frankfurt 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Freiburg 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Heidenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Hoffenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Holstein Kiel 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mainz 0 0 0 0 0 0 0 0
13 RB Leipzig 0 0 0 0 0 0 0 0
14 St. Pauli 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Stuttgart 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Union Berlin 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
17 Werder 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Wolfsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner