Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   mið 10. apríl 2024 17:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grótta fær Tómas Orra frá Breiðabliki (Staðfest)
Lengjudeildin
Í úrslitaleik Lengjubikarsins með Blikum.
Í úrslitaleik Lengjubikarsins með Blikum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Grótta hefur fengið miðjumanninn Tómas Orra Róbertsson á láni frá Breiðabliki út tímabilið. Samningur hans við Breiðablik gildir út tímabilið 2025.

Tómas, sem verður tvítugur seinna í mánuðinum, lék með Grindavík á láni á síðasta tímabili. Þar skoraði hann eitt mark í 20 deildarleikjum.

Í vetur kom hann við sögu í fimm af sjö leikjum Breiðabliks í Lengjubikarnum. Fyrir síðasta tímabil var hann í æfingahóp U19 landsliðsins.

Grótta endaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Fyrsti leikur tímabilið 2024 verður gegn Aftureldingu 3. maí. Næsti leikur Gróttu er hins vegar gegn Njarðvík á laugardaginn í 2. umferð bikarsins. Tómas Orri er kominn með leikheimild og má spila þann leik.
   06.04.2024 11:55
Grótta fær hollenskan miðjumann (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner
banner