Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 10. apríl 2024 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Talsverður áhugi á Eyþóri Wöhler
Eyþór í leiknum gegn FH.
Eyþór í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er talsverður áhugi á Eyþóri Aroni Wöhler framherja Breiðabliks. Á meðal félaga sem hafa sýnt áhuga eru ÍA og Fylkir.

Eyþór er 22 ára framherji sem gekk í raðir Breiðabliks frá ÍA eftir tímabilið 2022. Það tímabilið skoraði hann níu mörk fyrir falllið ÍA.

Eyþór náði ekki að stimpla sig inn í byrjunarliðið hjá Breiðabliki eftir komu sína og lék á síðasta tímabili á láni með HK fyrri hlutann en kom svo aftur til Breiðabliks í glugganum. Í tólf leikjum með HK í Bestu deildinni skoraði hann þrjú mörk.

Eyþór er U21 landsliðsmaður sem hefur alls skorað fjögur mörk fyrir yngri landsliðin. Fyrir U21 landsliðið hefur hann spilað fimm leiki og skorað eitt mark.

Eyþór kom inn á sem varamaður hjá Breiðabliki gegn FH á mánudaginn og lék síðustu tíu mínúturnar í 2-0 sigri.

Eyþór er uppalinn hjá Aftureldingu og var svo samtals í um þrjú ár hjá ÍA. Félagaskiptaglugginn lokar 24. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner