Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fim 10. maí 2018 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: KR lagði Selfoss að velli
Kvenaboltinn
KR-ingar unnu fyrsta leik.
KR-ingar unnu fyrsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Selfoss 0 - 1 KR
0-1 Mia Celestina Annete Gunter ('38 )
Lestu nánar um leikinn

KR bar sigur úr býtum gegn Selfossi í sínum fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna þetta sumarið. Leikurinn fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi og var að klárast núna fyrir stuttu.

Leikur KR gegn ÍBV í 1. umferð var frestað og því var KR að spila sinn fyrsta leik í dag. Selfoss tapaði 8-0 fyrir Val í 1. umferð.

Það var rólegt yfir leiknum framan en á 38. mínútu kom fyrsta markið. Það gerði Mia Gunter fyrir KR-inga eftir undirbúning frá Betsy Hassett, 1-0 var staðan í hálfleik.

Selfoss reyndi að jafna í seinni hálfleik en tókst það ekki. Lokatölurnar á Selfossi 1-0 fyrir KR-inga.

KR byrjar vel, á góðum útisigri. Selfoss er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.
Athugasemdir
banner
banner