KR bar sigur úr býtum gegn Selfossi í sínum fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna þetta sumarið. Leikurinn fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi og var að klárast núna fyrir stuttu.
Leikur KR gegn ÍBV í 1. umferð var frestað og því var KR að spila sinn fyrsta leik í dag. Selfoss tapaði 8-0 fyrir Val í 1. umferð.
Það var rólegt yfir leiknum framan en á 38. mínútu kom fyrsta markið. Það gerði Mia Gunter fyrir KR-inga eftir undirbúning frá Betsy Hassett, 1-0 var staðan í hálfleik.
Selfoss reyndi að jafna í seinni hálfleik en tókst það ekki. Lokatölurnar á Selfossi 1-0 fyrir KR-inga.
KR byrjar vel, á góðum útisigri. Selfoss er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.
Athugasemdir



