Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 12:10
Elvar Geir Magnússon
Katar: Xavi sló Heimi út úr bikarnum - Tímabilinu lokið hjá Íslendingaliðinu
Heimir á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.
Heimir á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.
Mynd: Al Arabi
Tímabilinu er lokið hjá Heimi Hallgrímsson og lærisveinum í Al Arabi en liðið féll í gær úr leik gegn Xavi og hans mönnum í Al Sadd í stærstu bikarkeppninni í Katar.

Al Sadd vann Al Arabi í úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili en liðin mættust nú í undanúrslitum og Al Sadd vann 3-0.

Xavi hefur haft góð tök á Heimi síðan Eyjamaðurinn mætti til Katar og unnið alla leikina gegn honum nema einn, sá leikur endaði með jafntefli.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í gær. Í þjálfarateyminu eru tveir aðrir Íslendingar; Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson.

Heimir hefur stýrt Al Arabi frá 2018 en samningur hans er að renna út. Á fréttamannafundi eftir leikinn sagði hann að framtíðin væri óljós, hún væri ekki í hans höndum.

Al Arabi hafnaði í sjöunda sæti í deildinni í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner