Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 10. maí 2021 14:15
Elvar Geir Magnússon
Mun Koeman stýra Barcelona á næsta tímabili?
ESPN segir að vaxandi efasemdir séu um það hvort Ronald Koeman eigi að vera áfram með stjórnartaumana á næsta tímabili.

Eftir tap gegn Granada og markalaust jafntefli gegn Atletuco Madrid er sagt að innan stjórnar Barcelona séu skiptar skoðanir um það hvort Koeman eigi að halda áfram.

Barcelona er sem stendur í þriðja sæti í La Liga en liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar þurfa að vinna þá þrjá deildarleiki sem eftir eru og vonast til þess að Madrídarliðin misstígi sig.

Í morgun var Koeman spurður út í síðan stöðu en þar sagðist hann telja að hann yrði áfram á næsta tímabili.

„Ég sé fyrir mér að ég stýri Barcelona á næsta ári," sagði Koeman á fréttamnnafundi.

„Frá fyrsta degi hefur forsetinn sýnt mér stuðning og ég hef engar áhyggjur. Ég gerði tveggja ára samning og sé fyrir mér að ég verði áfram þjálfari Barcelona á næsta ári."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
9 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner