Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 10. maí 2021 07:00
Victor Pálsson
Ramos meiddur á nýjan leik
Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, er aftur að glíma við meiðsli en þetta staðfesti félagið í gær.

Meiðsli hafa hrjáð Ramos á þessu tímabili og missti hann til að mynda af fyrri úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Chelsea.

Ramos náði þó að leika síðari leikinn er Real datt úr leik og mun einbeita sér alfarið að deildinni þetta árið.

Spánverjinn verður var ekki með Real í gær sem gerði 2-2 jafntefi við Sevilla á heimaveli.

Ramos verður einnig samningslaus í sumar og eru spurning hvort meiðslin muni spila þar inn í hvort hann framlengi eða ekki.

Um er að ræða meiðsli aftan í læri en hversu alvarleg þau eru er ekki víst að svo stöddu.
Athugasemdir
banner
banner