Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 10. júní 2019 00:19
Elvar Geir Magnússon
„Fávitinn með burstann er ekki ég"
Icelandair
Mynd: Skjáskot
Benedikt Grétarsson, fyrrum íþróttafréttamaður á RÚV, sá sig tilneyddan til að gefa það út á Twitter að hann sé ekki aðilinn sem beindi uppþvottabursta að Emre Belözoglu, fyrirliða Tyrkja, á Leifsstöð í dag.

„Fávitinn með burstann er ekki ég" skrifaði Benedikt á Twitter.

Tyrkneska liðið lenti á Íslandi í dag, sunnudag, en framundan er landsleikur Íslands og Tyrklands í undankeppni EM sem fram fer á þriðjudag.

Samfélagsmiðlar loga eftir að fjölmiðlar ræddu við Emre, fyrirliða Tyrklands, eftir lendingu. Stuðningsmenn eru reiðir yfir því að einhver einstaklingur beindi þvottabursta, en ekki hljóðnema, að honum.

Margir Tyrkir telja að um íslenskan íþróttafréttamann hafi verið að ræða en svo er ekki. Talið er að umræddur einstaklingur sé erlendur ferðamaður sem hafi verið staddur í Leifsstöð.

Benedikt hefur fengið fjölmargar hótanir á Twitter en hann er ekki sá eini. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, hefur einnig séð sig knúinn til að senda út yfirlýsingu á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner