 
                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður þegar Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu á laugardag. 
Kolbeinn átti góða innkomu og skilaði sínu vel. Líklega hans besti landsleikur í einhvern tíma, en hann hefur verið að glíma við mikil meiðsli á síðustu árum.
                
                                    Kolbeinn átti góða innkomu og skilaði sínu vel. Líklega hans besti landsleikur í einhvern tíma, en hann hefur verið að glíma við mikil meiðsli á síðustu árum.
Næsti leikur er gegn Tyrklandi á morgun og er sá leikur mjög mikilvægur í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2020.
Tyrklandi vann mjög öflugan 2-0 sigur gegn Heimsmeisturum Frakklands um helgina og litu mjög vel út í þeim leik.
„Þetta er fáránlega mikilvægur leikur," sagði Kolbeinn um leikinn gegn Tyrklandi eftir sigurinn á Albaníu. Með sigri á morgun fer Ísland upp að hlið Tyrklands með níu stig í riðlinum.
„Tyrkirnir eru með gott lið og eru að spila vel. Við höfum spilað vel á móti þeim og það er sjálfstraust í liðinu vitandi það að við höfum unnið þá áður."
„Við erum með tak á þeim og verðum að halda því áfram."
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                

