Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 10. júní 2022 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi ekki lengur leikmaður Everton (Staðfest)
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki lengur leikmaður Everton þar sem hann fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

Þetta kemur fram hjá The Athletic í dag.

Cenk Tosun, Fabian Delph og Jonjoe Kenny eru einnig allir búnir að yfirgefa félagið.

Gylfi hefur ekkert spilað fótbolta á þessu tímabili þar sem hann var handtekinn í fyrra grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Enn er í gangi rannsókn á málinu og situr Gylfi í farbanni á meðan.

Gylfi gekk í raðir Everton árið 2017 eftir frábær ár með Swansea. Hann skoraði 31 mark í 156 leikjum með félaginu.

Sjá einnig:
The Athletic fjallar um mál Gylfa - Fartölvan tekin af honum
Athugasemdir
banner
banner