Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
Innkastið - Fyrsti hausinn fokinn
Tveggja Turna Tal - Úlfur Ágúst Björnsson
Betkastið - Eru öll lið svona jöfn í neðri deildunum?
Leiðin úr Lengjunni: Áhyggjur aukast í Árbænum og ÍR tók Breiðholtsslaginn
Útvarpsþátturinn - Í návígi við Gulla Jóns og Bestu
   fös 10. júlí 2020 23:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð Elías: Eitt af því var 'Broddi Kristjánsson', hann kom sterkur inn
„Erum ekkert að borða rækjusamlokur þarna inni"
Sést aðeins í joggingbuxurnar.
Sést aðeins í joggingbuxurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við mjög góðar sóknarlega, frábærar þar og vorum með marga valkosti. Við vorum ekkert rosalega slakar eins og joggingbuxur sem við viljum oft nota," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir að ljóst var að hans lið væri komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 3 Selfoss

„Við notuðum ýmis kerfi í dag og eitt af því var 'Broddi Kristjánsson', hann kom sterkur inn." Broddi var á sínum tíma mjög öflugur badmintonspilari og varð árið 2009 heimsmeistari í flokki 45-49 ára.

Jafnræði var með liðunum fram að 40. mínútu áður en Hólmfríður Magnúsdóttir, sem skoraði tvö mörk í kvöld, skoraði fyrsta mark Selfoss. Alfreð var spurður hvað hefði verið rætt inn í klefa í hálfleik.

„Við erum ekkert að borða rækjusamlokur þarna inni. Við förum aðeins yfir málin, hvað sé hægt að læra af hverjum og einum hálfleik og staðan hefði getað verið 1-3 í hálfleik. Við þurftum bara að halda áfram að spila okkar leik. Mér fannst við ekki góðar varnarlega í fyrri hálfleik en lokuðum svæðunum betur í seinni. Frábært að komast áfram á móti sterku liði Stjörnunnar," sagði Alfreð við þeirri spurningu.

Alfreð var næst spurður út í næsta leik í deildinni sem er gegn Þrótti R. og má hlusta á hans svar við því í spilaranum hér að ofan. En að lokum, hver er óskamótherji Alfreðs í 8-liða úrslitunum?

„Það er bara að fá heimaleik, við vitum hvað var gaman í fyrra [þegar Selfoss varð bikarmeistari] og við viljum endurtaka leikinn."
Athugasemdir
banner