Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. júlí 2021 18:42
Victor Pálsson
2. deild: Njarðvík tapaði - KF með stórsigur á Haukum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík missteig sig í toppbaráttunni í 2. deildinni í dag er liðið mætti Völsungi í 11. umferð deildarinnar.

Njarðvík gat minnkað forskot Þróttar V. niður í eitt stig á toppnum en tapaði leik dagsins með einu marki gegn engu.

Eina mark Völsungs kom úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og lyfti liðið sér upp í fjórða sæti deildarinnar.

Kári tapaði heima gegn Magna á sama tíma en þar urðu lokatölur 2-1. Kári er enn í fallsæti með sex stig, einu stigi á undan Fjarðabyggð.

KF vann þá stórsigur á Haukum á heimavelli 5-0 en Haukar voru að tapa sínum öðrum leik í röð eftir 3-2 tap gegn Kára í síðustu umferð.

Völsungur 1 - 0 Njarðvík
1-0 Santiago Feuillassier Abalo('58, víti)

Kári 1 - 2 Magni
0-1 Guðni Sigþórsson('18)
1-1 Andri Júlíusson('20)
1-2 Alejandro Manuel Munoz Caballe('60)

KF 5 - 0 Haukar
1-0 Oumar Diouck('3)
2-0 Oumar Diouck('32)
3-0 Grétar Áki Bergsson('52)
4-0 Áki Sölvason('75)
5-0 Oumar Diouck('85)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner