Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mið 10. júlí 2024 09:40
Elvar Geir Magnússon
Lineker: Ofurstjarna er fædd
Markið má sjá í myndbandi sem fylgir fréttinni.
Markið má sjá í myndbandi sem fylgir fréttinni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Markið sem Lamine Yamal skoraði fyrir Spán mun lengi lifa í minningunni. Fólk um allan heim gapti þegar þessi sextán ára strákur jafnaði gegn Frakklandi í undanúrslitum EM með stórkostlegu skoti.

„Í aðdraganda leiksins sýndi Yamal engin merki þess að hann væri eitthvað stressaður. Hann brosti og grínaðist í liðsfélögunum klukkutíma fyrir leik og tók svo sjálfstraustið með sér inn í leikinn sjálfan," segir Gary Rose íþróttafréttamaður BBC sem var á leiknum í München.

„Við sáum snertingu frá snillingi," sagði Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar um markið. „Við þurfum öll að halda utan um hann. Ég vil sjá hann halda áfram að vinna af sömu auðmýkt og með fæturna á jörðinni, halda áfram að læra. Hann spilar eins og hann sé með miklu meiri reynslu en hann hefur. Ég fagna því að hann sé spænskur og í okkar liði."

Þetta var mark sem verður rifjað upp aftur og aftur. 16 ára og 362 daga gamall skráði Yamal sig í sögubækurnar með því að verða yngsti leikmaður til að skora í sögu Evrópumótsins.

„Ofurstjarna er fædd. Þetta mark var mögulega stærsta stund mótsins," segir Gary Lineker, sjónvarpsmaður og fyrrum landsliðsmaður Englands, um Barcelona leikmanninn unga.

Spánn vann leikinn í gær 2-1 og mætir Englandi eða Hollandi í úrslitaleiknum á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner