Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mið 10. júlí 2024 10:49
Elvar Geir Magnússon
Mbappe fékk þrjá í einkunn en var ekki lægstur
Mbappe og félagar voru í vandræðum.
Mbappe og félagar voru í vandræðum.
Mynd: EPA
Franska landsliðið tapaði 2-1 gegn því spænska í undanúrslitum EM. Frakkarnir fara heim eftir að hafa aðeins skorað eitt mark úr opnum leik á mótinu.

Franskir fjölmiðlar eru óvægnir í gagnrýni sinni á franska liðið og L'Equipe sýndi enga miskunn í einkunnagjöf sinni.

Stórstjarnan Kylian Mbappe, sem lék án grímunnar í gær, fær aðeins 3 í einkunn af 10 mögulegum. Þrátt fyrir að hann hafi lagt upp eina mark franska liðsins.

Blaðið segir Mbappe hafa verið kraftlítinn og farið illa með góðar stöður.

N'Golo Kante, Aurelien Tchouameni, Adrien Rabiot og Ousmane Dembele fengu allir 3 eins og Mbappe. William Saliba varnarmaður Arsenal var eini leikmaðurinn sem fékk eitthvað hrós en hann fékk 6 í einkunn.

Didier Deschamps landsliðsþjálfari fékk 3 af 10.

En sá sem fékk lægstu einkunnina var Theo Hernandez sem átti í miklum vandræðum með Lamine Yamal. Erfitt kvöld fyrir bakvörðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner