Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. ágúst 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höjberg fer í læknisskoðun í dag
Hojberg í leik með Southampton.
Hojberg í leik með Southampton.
Mynd: Getty Images
Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjberg mun fara í læknisskoðun hjá Tottenham í dag. Þetta segir Sky Sports.

Tottenham mun borga 15 milljónir punda fyrir Höjberg en það gætu bónusar bæst ofan á það í framtíðinni.

Varnarmaðurinn Kyle Walker-Peters mun væntanlega fara í hina áttina fyrir 12 milljónir punda.

Höjberg verður fyrsti leikmaðurinn sem Tottenham fær í sumar en það er stutt í næsta tímabil. Það hefst um miðjan september.

Everton og fleiri félög höfðu einnig sýnt Höjberg en hann verður fljótlega tilkynntur sem leikmaður Tottenham. Hinn 25 ára gamli Höjberg hefur leikið með Southampton frá 2016 en þar áður var hann á mála í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner