Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
   lau 10. ágúst 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vel tekið á móti Aroni Einari - „Virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn"
Lengjudeildin
Mynd: Þór

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór síðan 2006 þegar hann kom inn á sem varamaður í jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeildinni í dag.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Úr því sem komið var er þetta fínt stig. Byrjunin á seinni hálfleik skelfileg af okkar hálfu, hleyptum þeim inn í þetta með ódýru marki en sýndum vissulega karakter með því að koma til baka, það er meira sem býr í þessu Þórsliði sem við sýndum á köflum í dag."

„Síðustu tuttugu getum við verið nokkuð sáttir, fórum að sækja á þá og pressuðum hærra. Vítið hleypti okkur inn í leikinn."

Þórsarar fjölmenntu í stúkuna og tóku vel á móti Aroni þegar hann kom inn á sem varamaður.

„Eins og við vorum búnir að tala um að koma mér í stand. Það geri ég með mínútum og virkilega gott að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn án þess að finna fyrir miklum verkjum. Það tek ég jákvætt út úr þessu persónulega. Gaman að það voru margir í stúkunni og tóku vel á móti manni," sagði Aron Einar.

Hann lagði upp jöfnunarmarkið á Vilhelm Ottó Biering Ottósson þegar hann átti fyrirgjöf á kollinn á Vilhelm.

„Gott að geta hjálpað liðinu að ná í þetta stig því mér fannst við eiga það skilið miðað við færin sem við fengum í þessum leik þá áttum við klárlega stigið skilið," sagði Aron Einar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner