Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 10. ágúst 2025 22:44
Anton Freyr Jónsson
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er kátur með stigin og miklu kátari með hugarfarið og frammistöðuna, mér fannst hún stórkostleg." sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 4-2 sigurinn á Víking í Bestu deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Stjarnan

„Mér fannst Víkingarnir sterkari fyrsta korterið, komu mjög kraftmiklir inn eins og við áttum von á og við þurftum að standa það af okkur og við gerðum það og eftir þetta jafnaðist þetta og mér fannst við bara sterkari aðilinn og við áttum skilið að vinna þannig ég er mjög ánægður."

„Mér fannst við fara með verðskuldað forskot inn í hálfleikinn og seinni hálfleikurinn var eins og hann var en mér fannst við bara sterkir og hugarfarið var frábært."


jökull Elísabetarson var allt annað en sáttur með dómgæsluna í Víkinni í kvöld. 

„Mér fannst ekkert samræmi. Mér fannst hún bara glórulaus. Ég skil ekki alveg hvað gerðist þarna og gulu spjöldin sem við fengum var ekki í neinum takti við leikinn. Það var ekki dæmt ein bakhrinding í fyrri hálfleik þrátt fyrir mjög augljósar bakhrindingart útum allan völl og svo kemur ein bakhrinding og þá er víti og rautt og ég á eftir að sjá hvort hann hafi verið inn í teig eða ekki."

„Ef það er bakhrinding þá er ég alveg sammála því en þá vill ég bara fá það sama hinumegin svo er annað víti þar sem að boltinn er bara búin að fara af auglýsingaskiltinu þegar hann dæmir það og ég bara skil ekki neitt annað en það Víkingar fá að kalla dómara svindlara og tala um að það sér herferð gegn félaginu og aganefndin gerir ekki neitt og auðvitað verður þetta þá svona og hrós til þeirra að vera búnir að átta sig á þessum veikleika í kerfinu. Dómarar eru mannlegir og ég held að enginn af þeim vilja fara af vellinum og eiga þá von að vera kallaðir svindlarar og óheiðarlegir og að því leiti er þetta bara eðlilegt."


Athugasemdir
banner
banner