Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
   sun 10. ágúst 2025 22:44
Anton Freyr Jónsson
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er kátur með stigin og miklu kátari með hugarfarið og frammistöðuna, mér fannst hún stórkostleg." sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 4-2 sigurinn á Víking í Bestu deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Stjarnan

„Mér fannst Víkingarnir sterkari fyrsta korterið, komu mjög kraftmiklir inn eins og við áttum von á og við þurftum að standa það af okkur og við gerðum það og eftir þetta jafnaðist þetta og mér fannst við bara sterkari aðilinn og við áttum skilið að vinna þannig ég er mjög ánægður."

„Mér fannst við fara með verðskuldað forskot inn í hálfleikinn og seinni hálfleikurinn var eins og hann var en mér fannst við bara sterkir og hugarfarið var frábært."


jökull Elísabetarson var allt annað en sáttur með dómgæsluna í Víkinni í kvöld. 

„Mér fannst ekkert samræmi. Mér fannst hún bara glórulaus. Ég skil ekki alveg hvað gerðist þarna og gulu spjöldin sem við fengum var ekki í neinum takti við leikinn. Það var ekki dæmt ein bakhrinding í fyrri hálfleik þrátt fyrir mjög augljósar bakhrindingart útum allan völl og svo kemur ein bakhrinding og þá er víti og rautt og ég á eftir að sjá hvort hann hafi verið inn í teig eða ekki."

„Ef það er bakhrinding þá er ég alveg sammála því en þá vill ég bara fá það sama hinumegin svo er annað víti þar sem að boltinn er bara búin að fara af auglýsingaskiltinu þegar hann dæmir það og ég bara skil ekki neitt annað en það Víkingar fá að kalla dómara svindlara og tala um að það sér herferð gegn félaginu og aganefndin gerir ekki neitt og auðvitað verður þetta þá svona og hrós til þeirra að vera búnir að átta sig á þessum veikleika í kerfinu. Dómarar eru mannlegir og ég held að enginn af þeim vilja fara af vellinum og eiga þá von að vera kallaðir svindlarar og óheiðarlegir og að því leiti er þetta bara eðlilegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner