Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aston Villa reynir að næla í Sancho
Mynd: EPA
Aston Villa ætlar að reyna fá Jadon Sancho frá Manchester United fyrir gluggalok. Sky Sports greinir frá.

Man Utd vill selja hann en Sky Sports segir að Aston Villa vilji fá hann á láni.

Framtíð Sancho er í mikilli óvissu en Roma vildi fá hann en Sancho var ekki spenntur fyrir því að fara til ítalska liðsins.

Sancho á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Man Utd en félagið hefur möguleika á því að framlegja samninginn um eitt ár.
Athugasemdir
banner
banner